Collection: VISEART PARIS

Viseart Paris er förðunarmerki sem lengi hefur verið þekkt meðal förðunarfræðinga út um allan heim. Viseart palletturnar eru þekktar fyrir góð litapigment sem eru í augnskuggunum og að vera auðblandanlegir. Við erum stolt af því að vera viðurkenndur söluaðili Viseart á Íslandi. 

Viseart palletturnar fást nú í miklu úrvali og mismunandi stærðum fyrir fagfólk sem og öll þau sem vilja fá handhægar pallettur með 4, 8 eða 12 augnskuggum í.