Collection: The Kitpak

 

Hannað fyrir förðunarfræðinga, af förðunarfræðingum.

Einstaklega vel sérhannaðar skipulagsvörur til að aðlaga förðunar kittið þitt algjörlega eftir þínum þörfum og væntingum. 
Hafðu uppáhalds vörurnar og litina þína saman í smekklegum og fallegum umbúðum, og með fagmennskuna í fyrirrúmi með Kitpak skipulaginu. 

Stofnendur Kitpak, Marc og Disco eru starfandi förðunarfræðingar í NYC sem kynntust á setti þar sem þau störfuðu fyrir NARS. Eftir að hafa tekið eftir einstaklega vel skipulögðum kittum hvors annars, sáu þau sameiginlegan áhuga sem tengdi þau saman. Þau kepptust um það hvort ætti fyrirferða minnsta og best skipulagða kittið í mörg ár áður en þau sameinuðu krafta sína til að setja saman hið fullkomna kit. 

Eftir margar tilraunir til að skipuleggja kittin til fulls ákváðu þau að eina lausnin væri að hanna algjörlega nýja skipulagslausn og úr varð Kitpak. 
Kitpak var hannað sem sérsniðin lausn fyrir förðunarfræðinga, svo hver og einn artisti gæti sérsniðið sitt kitt eftir sínum þörfum.

Við mælum með að fylgja þeim á Instagram:  @marcwitmernyc and @makeupbydisco